


Okkar markmið hefur ávallt verið að skila frábæru verki. Það er stór ákvörðun fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki að fara út í kostnaðarsamar framkvæmdir. Við förum ekki í neinar málamiðlanir þegar kemur að gæðum, ábyrgjumst gott samstarf við viðskiptavini og tryggjum að þeir séu vel upplýstir um gang verksins.

Gæðastefna
Proco býr yfir metnaði og góðri fagþekkingu til að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina, markvisst og stöðugt leitum við tækifæra til að bæta þjónustuna og aðstæður til að bæta ánægju starfsmanna og lykilhagmunaaðila.
Starfsemi okkar einkennist af fagmennsku, hæfni, metnaði og skipulagi sem er lykillinn að því að ná góðum árangri. Starfsfólk okkar er með nútímaleg tæki og úrlausnir við lausn verkefna og vinnur eftir gildum fyrirtækisins sem eru: Fagmennska – Virðing – Þjónusta – Traust
Við veitum viðskiptavinum okkar hagvæm og vandaðar úrlausnir, hlustum á þarfir og óskir viðskiptavina, tryggjum að þeir séu uppslýstir um framvindu verkefna.
Við einsetjum okkur að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavina með þróun og viðhaldi á vottuðu gæðakerfi sem samræmist ISO9001. Frammistaða og ferli eru stöðugt í endurskoðun til að auka ánægju viðskiptavina og annara hagsmunaaðila
